Þó að hitastigið hækki ekki mikið þá lék veðrið þó við keppendur sem tóku þátt í Opna Icelandair 2023 og leikið var á Korpunni í dag. Lykkjur mótsins voru Landið/Áin og var ræst út af öllum teigum samtímis kl. 09:00 í morgun. Fjöldi keppenda var 128 manns, besta skor dagsins átti Ragnhildur Kristinsdóttir sem lék hringinn á 69 höggum.
Verðlaun voru veitt fyrir fjögur efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna ásamt því að nándarverðlaun hlutu þeir sem voru næstir holu á öllum par 3 holum vallarins, úrslit úr mótinu urðu þessi:
Besta skor – Ragnhildur Kristinsdóttir 69 högg
Kvennaflokkur:
- Íris Ægisdóttir – 41 punktur
- Sólveig Kristjánsdóttir – 40 punktar
- Nína Margrét Rolfsdóttir – 40 punktar
- Þórunn Elfa Bjarkardóttir – 40 punktar
Karlaflokkur:
- Kristinn Friðrik Hrafnsson – 42 punktar
- Daníel Matthíasson Zeiser – 41 punktur
- Snorri Rafn William Davíðsson – 39 punktar
- Bragi Þorssteinn Bragason – 39 punktar
Keppendur söfnuðust á efri hæð Korpunnar að móti loknu þar sem boðið var upp á hádegisverð og verðlaunaafhending fór fram. Haraldur Franklín sem var mótsstjóri dagsins veitti verðlaun.
Við þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna á mótinu í dag og óskum sigurvegurum til hamingju með sinn árangur.
Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við Icelandair