Opna Nocco 2023 var leikið á Grafarholtsvelli í dag, tæplega 200 manns voru skráðir í mótið og var góð stemmning á vellinum frá því að fyrstu keppendur hófu leik kl. 08:00 í morgun. Keppt var í punktakeppni karla og kvenna og hlaut punktahæsti kylfingur mótsins aðalverðlaun – golfferð fyrir tvo með Eagle Golfferðum til Quinta Marinha í Portúgal.
Sá sem var punktahæstur í dag var Sindri Snær Jónsson sem lauk leik á 44 punktum, Styrmir Steinþórsson lauk leik á 18. holu snilldarlega þegar hann kláraði hringinn á holu í höggi. Við óskum þeim Sindra Snæ og Styrmi til hamingju með afrek dagsins.
Önnur úrslit úr mótinu urðu þessi:
Kvennaflokkur:
1.Svenný Sif Rúnarsdóttir, 43 punktar
2.Auður Valdimarsdóttir, 38 punktar
3.Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, 35 punktar (betri á seinni 9)
15.Kolbrún Klara Gísladóttir, 30 punktar
Karlaflokkur
1.Egill Árni Jóhannesson, 43 punktar (betri á seinni 9)
2.Jóhann Birgir Lárusson, 43 punktar
3.Alex Þór Flosason, 42 punktar (betri á seinni 9)
15.Viktor Örn Jóhannsson, 39 punktar
Nándarverðlaun:
2.braut – Guðlaugur Orri Stefánsson, 1,84m
6.braut – Guðmundur Karl Guðmundsson, 35cm
11.braut – Benedikt Sveinsson, 2,06m
17.braut – Sigurþór Jónsson, 56cm
18.braut – Styrmir Steinþórsson, hola í höggi!
Lengsta drive – 3. braut
Konur: Thelma Sveinsdóttir
Karlar: Símon Leví Héðinsson
Við óskum vinningshöfum dagsins innilega til hamingju með árangur sinn í mótinu og þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna í dag.
Haft verður samband við vinningshafa eftir helgi í gegnum netföng þeirra sem skráð eru í Golfbox.
Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Core heildsölu