Opnunarmót Korpu fer fram laugardaginn 11. maí – skráning hefst á þriðjudaginn 7. maí

Laugardaginn 11. maí mun Korpúlfsstaðavöllur opna með formlegum hætti og fer opnun fram, eins og venja er, með Opnunarmóti Korpu. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og verða lykkjur mótsins Sjórinn/Áin. Hæst er gefin forgjöf 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Leikið er í tveimur flokkum 0-14 og 14,1 og hærra.

ATH! Opnunarmót eru eingöngu ætluð félagsmönnum GR.

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 holum vallarins og að auki verða veitt verðlaun fyrir besta skor.

Skráning í Opnunarmót Korpu hefst á þriðjudaginn 7. maí kl. 13:00
Skráning í mótið fer fram í gegnum mótaskrá Golfbox, til þess að skrá meðspilara er hægt að nota aðildanúmer eða kennitölu viðkomandi.

Við vekjum athygli á því að golfverslanir hafa ekki opnað fyrir komandi tímabil og er því eingöngu hægt að skrá sig í gegnum vefinn.

Almenn rástímaskráning hefst á miðvikudag
Opnað verður fyrir almenna rástímaskráningu fyrir Korpu kl. 10:00 miðvikudaginn 8. maí og geta félagsmenn skráð sig til leiks á Landið samhliða mótahaldi. Við bendum félagsmönnum okkar á að fara yfir aðgangsupplýsingar sínar á Golfbox fyrir komandi sumar.

Veitingasala Klúbbhús mun einnig opna laugardaginn 11. maí á Korpu og verður opin frá kl.7:30 alla daga eins venja hefur verið.

Tilkynningar vegna umferðar golfbíla á vellinum verður kynnt þegar nær dregur opnun.

Verðlaun í Opnunarmóti Korpu:
Forgjöf 0 – 14
1. sæti: GR merkt 90 ára Footjoy peysa og bolur
2.sæti:  GR merkt 90 ára Footjoy peysa
3.sæti:  GR merktur 90 ára Footjoy bolur

Forgjöf 14,1 – og hærra
1.sæti: GR merkt 90 ára Footjoy peysa og bolur
2.sæti: GR merkt 90 ára Footjoy peysa
3.sæti: GR merktur 90 ára Footjoy bolur

Besta skor:
1. sæti: GR merkt 90 ára Footjoy peysa og bolur

Nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins: Gullkort á æfingasvæði Bása.

Reglubók Golfklúbbs Reykjavíkur – Skráning og mætingar í mót.
9.1 Mótshaldara er heimilt að krefjast greiðslu þátttökugjalda við skráningu. Keppandi á ekki rétt á endurgreiðslu þátttökugjalds boði hann forföll til mótsstjórnar/nefndarinnar, síðar en kl. 18.00 daginn fyrir fyrsta keppnisdag.  Mótsstjóri er Harpa Ægisdóttir, harpa@grgolf.is