Golfklúbbur Reykjavíkur auglýsir eftir starfsfólki til bætast í teymi eftirlitsmanna á völlum félagsins fyrir golfsumarið 2024. Við leitum eftir stundvísum, glaðlyndum og samviskusömum einstaklingum sem eru ábyrgðarfullir og búa yfir ríkri þjónustulund ásamt hæfni í mannlegum samskiptum.
Klúbburinn rekur tvo golfvelli á höfuðborgarsvæðinu, Grafarholtsvöll og Korpu auk æfingasvæðis Bása í Grafarholti. Í Grafarholtinu er 18 holu golfvöllur auk Grafarkots, sem er 6 holu æfingavöllur Korpúlfsstaðarvöllur er 27 holu golfvöllur auk Thorsvallar, 9 holu æfingavöllur.
Auglýst er eftir fólki til starfa á báða velli félagsins og eru öll kyn hvött til að sækja um. Kostur er ef umsækjendur hafa einhverja þekkingu á golfíþróttinni þó ekki sé gerð krafa um það.
Helstu verkefni eftirlitsmanna eru eftirlit með umgengni og leikhraða á völlum, þjónusta við félagsmenn, umsjón og afhending golfbíla, almennt hreinlæti á vallarsvæðum og önnur tilfallandi störf.
Umsóknir skulu berast á netfangið ellert@grgolf.is fyrir fimmtudaginn 29. febrúar, merkt „GR – Eftirlit“
Golfklúbbur Reykjavíkur