Páskabingó eldri kylfinga haldið þriðjudaginn 12. apríl

Þriðjudaginn 12. apríl verður páskabingó haldið fyrir eldri kylfinga klúbbsins 60+.  Bingó eru haldin reglulega yfir vetrartímann og eru það eldri kylfingar klúbbsins sem standa fyrir því. Morguninn hefst á því að pútta saman á efri hæð Korpunnar. Að pútti loknu sameinast hópurinn í kaffi á neðri hæðinni og tekur þátt í bingó.

Karl Jóhannsson stýrir ferðinni en ásamt honum hafa þeir Kristján, Axel, Björn og Jónas umsjón með bingó viðburðum. Það eru ávallt flottir vinningar í boði og vel mætt og hvetjum við alla félagsmenn sem náð hafa 60 ára aldri til að mæta og gera sér glaðan dag.

Þátttökugjald er kr. 500 og er mæting kl. 09:45.

Dagskrá þriðjudagsins er þessi:
Kl. 10:00 – Pútt
Kl. 10:30 – Kaffi
Kl. 11:00 – Bingó

Í lokin er dregið úr bingóspjöldum og geta því allir átt von á vinning.

Bingónefndin hlakkar til að sjá ykkur mæta í páskabingó á þriðjudag!

Golfklúbbur Reykjavíkur