Þriðja og síðasta bingó vorsins haldið föstudaginn 21. mars.
Bingó er liður í vetrarstarfi eldri kylfinga klúbbsins, 65 ára og eldri og byrja margir daginn á því að pútta saman á efri hæð Korpunnar áður en bingó hefst.
Ath! Bingó hefst á slaginu kl.10:00 í veitingasal Korpu. Bingóspjaldið kostar 500 kr., hægt er að greiða með pening eða korti.
Við hvetjum alla félagsmenn sem hafa náð 65 ára aldri til að mæta og hafa gaman saman. Flottir vinningar í boði.