Perla Sól og Axel sigruðu Korpubikarinn á glæsilegu skori

Korpubikarinn í samvinnu við Icelandair var leikinn á Korpúlfsstaðavelli um helgina og lauk nú í dag. Mótið er jafnframt það síðasta í stigamótaröð GSÍ á árinu. Það voruð þau Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Axel Bóasson sem sigruðu mótið á glæsilegu skori.

Perla Sól úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék hringina þrjá á frábæru skori eða 3 höggum undir pari vallar, samtals 213 höggum (72-69-72). Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss varð önnur á 221 höggum (+5) (76-72-73) og Auður Bergrún Snorradóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar varð þriðja á samtals 226 höggum eða +10 (79-69-78).

Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili lék á frábæru skori og sigraði með yfirburðum á samtals 200 höggum eða -16 (67-66-67). Skor Axels er samkvæmt bestu heimildum það lægsta í sögunni á 54 holum á stigamótaröðinni. Logi Sigurðsson, Íslandsmeistari úr Golfklúbbi Suðurnesja varð í öðru sæti á samtls 210 höggum eða á -6 samtals. Í þriðja sæti varð Daníel Ísak Steinarsson úr Golfklúbbnum Keili, Daníel lék á -4 samtals eða 212 höggum (74-67-71).

Í lok dags voru Stigameistarar GSÍ árið 2023 einnig krýndir – Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR er Stigameistari kvenna árið 2023 og Stigameistari karla varð Íslandsmeistarinn, Logi Sigurðsson úr GS.

Við óskum Perlu til hamingju með tvöfaldan sigur í dag, Axel Bóassyni hamingju með sigur á móti helgarinnar og Loga Sigurðssyni til hamingju með Stigameistaratitilinn.

Úrslit úr móti helgarinnar má sjá hér

Stigalista GSÍ má sjá hér

Við þökkum keppendum kærlega fyrir þátttöku í Korpubikarnum.

Golfklúbbur Reykavíkur í samvinnu við Icelandair