Ragga Kristins og Guðrún Brá keppa á LET Access móti sem hefst í Frakklandi í dag

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK hefja leik í dag á LET Access atvinnumótaröðinni. Mótið er leikið á Terre Blanche golfsvæðinu í Frakklandi sem hefur verið valið eitt af bestu golfsvæðum í Evrópu.

Keppendur á mótinu eru alls 108 og verða leiknir þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum. Niðurskurður er í mótinu eftir annan keppnisdag.

Þetta er fyrsta mótið hjá þeim Ragnhildi og Guðrúnu Brá á þessu ári. Þær eru báðar með keppnisrétt á LET Access á þessu tímabili og gætu einnig fengið tækifæri á mótum á LET Evrópumótaröðinni.

Hægt er að fylgjast með rástímum, skori og stöðu keppenda hér

Við óskum þeim Ragnhildi og Guðrúnu alls hins best á vellinum í Frakklandi um helgina!

Golfklúbbur Reykjavíkur