Ragga Kristinsdóttir keppir á LET Access í Svíþjóð um helgina

Ragnhildur Kristinsdóttir er meðal þátttakenda á Västerås Open sem leikið er í Svíþjóð og hófst keppni í gær. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni og lýkur á sunnudag. Mótið fer fram á Fullerö vellinum í Svíþjóð – skammt frá Stokkhólmi.

Ragnhildur lék fyrsta hringinn á pari vallarins, 72 höggum og stendur jöfn í 17. – 25. sæti fyrir annan hring sem leikinn er í dag.

Mótið er það þriðja á þesu tímabili hjá Ragnhildi sem gerðist atvinnukylfingur s.l. haust. Hún lék um miðjan júní á móti í Tékklandi en þar áður hafði hún leikið á móti í mars og um miðjan apríl.

Hér má sjá stöðu og skor keppenda í mótinu

Við óskum Röggu alls hins besta á vellinum í Svíþjóð um helgina!

Golfklúbbur Reykjavíkur