Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar stóðu uppi sem sigurvegarar í Hvaleyrarbikarnum sem keppt var um hjá Golfklúbbnum Keili dagana 14. – 16. júlí , mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ.
Ragnhildur lék á samtals 211 höggum eða 2 höggum undir pari (68-69-74) og sigraði með 16 högga mun. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR varð í öðru sæti á samtals 227 höggum og í þriðja sæti var Anna Júlía Ólafsdóttir úr GKG á samtals 231 höggum.
Í karlaflokki sigraði Guðmundur Á. Kristjánsson úr GKG, hann lék á samtals 200 höggum og sigraði á samtals -13. Jafnir í 2. – 3. sæti á samtals 207 höggum urðu þeir Axel Bóasson og Rúnar Arnórsson, báðir úr Golfklúbbnum Keili.
Við óskum vinningshöfum Hvaleyrarbikarsins árið 2022 innilega til hamingju með sigurinn!
Áfram GR!