Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði Leirumótið í kvennaflokki

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í kvennaflokki á Leirumótinu sem leikið var um helgina, Berglind Björnsdóttir einnig úr Golfklúbbi Reykjavíkur lenti í öðru sæti. Sigurður Arnar Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigraði karlaflokk. Mótið var það fyrsta á stigamótaröð GSÍ á tímabilinu 2023. Alls tóku 124 keppendur þátt sem er talsverð fjölgun frá því í fyrra, 92 karlar og 32 konur.

Golfklúbbur Suðurnesja var framkvæmdaraðili mótsins – sem telur til stiga á heimslista áhugakylfinga en bæði áhugamenn og atvinnumenn höfðu keppnisrétt á þessu móti.

Efstu kylfingar í kvennaflokki:
1 Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, 225 högg (+9) (74-76-75).
2 Berglind Björnsdóttir, GR, 234 högg (+18) (74-79-81).
3 Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS, 235 högg (+19) (76-80-79).
4-5 Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG, 238 högg (+22) (79-80-79).
4-5 Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, 238 högg (+22) (75-82-81).
6-7 Eva Fanney Matthíasdóttir,GKG, 240 högg (+24) (83-78-79).
6-7 Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, 240 högg (+24) (78-80-82).
8 Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, 241 högg (+25) (76-86-79).
9 Saga Traustadóttir, GKG, 242 högg (+26) (76-85-81).
10-11 Eva Kristinsdóttir 243 högg (+27)(81-81-81).
10-11 Helga Signý Pálsdóttir, GR, 243 högg (+27)(76-81-86).

 

Efstu kylfingar í karlaflokki:
1 Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, 213 högg (-3) (72-69-72).
2 Birgir Björn Magnússon, GK, 214 högg (-2) (72-69-73).
3 Kristján Þór Einarsson, GM, 217 högg (+1) (69-71-77).
4 Logi Sigurðsson, GS, 220 högg (+4) (75-71-74).
5-6 Kristófer Karl Karlsson, GM, 221 högg (+5) (70-78-73).
5-6 Jóhannes Guðmundsson, GR, 221 högg (+5) (70-75-76).
7-11 Heiðar Davíð Bragason, GA, 222 högg (+6) (72-78-72).
7-11 Ragnar Már Garðarsson, GKG (+6) 222 högg (74-76-72).
7-11 Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, 222 högg (+6) (71-76-75).
7-11 Kristófer Orri Þórðarson, GKG, 222 högg (+6) (73-74-75).
7-11 Elvar Már Kristinsson, GR, 222 högg (+6) (69-77-76).

Öll úrslit úr Leirumótinu má sjá hér

Við óskum Ragnhildi og Sigurði til hamingju með sigurinn og okkar kylfingum til hamingju með árangur sinn um helgina!

Golfklúbbur Reykjavíkur