Customize Consent Preferences

Þessi vefur nýtir sér vafrakökur (e. web cookies) til að bæta virkni hans og hjálpa stjórnendum vefsins að greina notkun hans.

Það er stefna Golfklúbbur Reykjavíkur að nota vafrakökur með ábyrgum hætti.

Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við persónuverndarlög.... 

Always Active

Necessary cookies are required to enable the basic features of this site, such as providing secure log-in or adjusting your consent preferences. These cookies do not store any personally identifiable data.

No cookies to display.

Functional cookies help perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collecting feedback, and other third-party features.

No cookies to display.

Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics such as the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.

No cookies to display.

Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.

No cookies to display.

Advertisement cookies are used to provide visitors with customized advertisements based on the pages you visited previously and to analyze the effectiveness of the ad campaigns.

No cookies to display.

Ragnhildur Kristinsdóttir sigrar Vasteras Open mótið á LET Access!

Ragnhildur okkar Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, braut blað í sögu golfs á Íslandi í morgun þegar hún sigraði Vasteras Open mótið í Svíþjóð. Hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem sigrar á LET Access mótaröðinni!

Mótið fór fram á Skerike Golfklubb vellinum í Svíþjóð og áttunda mót Röggu á tímabilinu. Í síðustu viku hafnaði Ragga í 2. sæti á Swedish Strokeplay Championship, hún hefur verið að spila frábært golf undanfarnar vikur og með árangri sínum í síðustu viku jafnaði hún besta árangur íslensks kylfings á LET Access mótaröðinni en eftir sigurinn í dag braut hún blað! Ragga situr í 13. sæti stigalistans fyrir þetta mót og mun því koma sér enn ofar með árangri dagsins.

Ragga lék best allra kylfinga á fyrsta keppnisdegi og endaði á sjö höggum undir pari eða 65 höggum. Á seinni níu þennan dag setti Ragga í fluggírinn og fékk fimm fugla og einn örn, pútterinn var greinilega heitur hjá Röggu þennan dag þar sem hún púttaði einungis tíu sinnum á seinni níu. Annan hringinn lét Ragga á tveimur höggum undir pari, seinni hluta hringsins lék Ragga frábært golf og fékk þrjá fulga á síðustu fjórum holunum sem skilaði henni 2. sætið fyrir lokahringinn í dag.

Þriðja hringinn lék Ragga á 73 höggum, einum yfir pari. Eftir tvo fugla á fyrstu holunum kom tvöfaldur skolli á sjöundu holu. 35 högg á fyrri níu holunum dugðu til að vinna upp forystu Amalie Leth-Nissen, sem leiddi mótið fyrir hringinn. Ekkert mátti skilja þær stöllur að á seinni níu holunum, og voru þær jafnar að sautján holum liðnum. Á átjándu holunni fékk Ragga par, á meðan Amalie fékk skolla. Stáltaugar á síðustu holunni sigldu sigrinum heim, og Ragnhildur brýtur blað í sögu golfs á Íslandi.

Við óskum Ragnhildi innilega til hamingju með sigurinn!