Kæru félagsmenn og aðrir kylfingar!
Hérna kemur smá tilkynning. Í vikunni mun salernið sem hefur verið á milli 15. holu og 23. holu á Korpúlfsstaðavelli vera óvirkt. Í þessum skrifuðu orðum er búið að hífa salernið sem var á þessum stað í burtu þar sem við erum að setja upp nýtt salerni í staðinn.
Glöggir kylfingar hafa mögulega tekið eftir nýju húsi á 6. teig í Grafarholtinu en það er einmitt salernishús í uppsetningu, eins og það sem verið er að setja upp á milli 15. holu og 23. holu.
Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en hlökkum til að taka ný salernishús á báðum völlum í notkun sem allra fyrst!