Á dögunum var samstarfssamningur undirritaður á milli Golfklúbbs Reykjavíkur og 66°Norður. Eins og félagsmenn og landsmenn allir þekkja þá er fatnaðurinn frá 66°Norður bæði þægilegur og öruggur í alls kyns veðri hvort sem er við leik eða störf. Starfsfólk, þjálfarar, afrekskylfingar og aðrir félagsmenn þurfa að vera við öllu búnir á vellinum og mun fatnaður 66°Norður koma sér vel í veðri sem þekkt er fyrir að koma sífellt á óvart, sama hver árstíðin er.
TILBOÐ TIL FÉLAGSMANNA
Til að fagna þessu samstarfi þá gefst félagsmönnum tækifæri á að versla fatnað 66°Norður á afslætti dagana 26. – 28. febrúar, afsláttur gildir bæði í verslun og vefverslun (sjá afsláttarkóða á mynd)
Kjartan Tómas Guðjónsson og Dóra Eyland við undirritun samnings