Sigríður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin á skrifstofu félagsins og mun hefja störf um næstu mánaðarmót. Sigríður tekur við af Dóru Eyland sem hefur sinnt þjónustu- og markaðsmálum hjá félaginu undanfarin ár.
Sigríður er viðskiptafræðingur að mennt með áherslu á markaðsfræði og er með meistarapróf í kennsluréttindum. Hún hefur síðastliðin 9 ár unnið sem umsjónarkennari og þar áður hjá Landsbankanum sem þjónustufulltrúi.
Við hlökkum til að fá Sigríði til starfa og þökkum Dóru fyrir vel unnin störf í þágu félagsins síðastlin 12 ár og óskum henni velfarnaðar í nýjum verkefnum.
Golfklúbbur Reykjavíkur