Sjálfboðaliði ársins 2022 – GSÍ óskar eftir tilnefningum

Í stefnu Golfsambands Íslands er lögð áhersla á að vakta og skrá sjálfboðavinnu. Valið á sjálfboðaliða ársins er hluti af því að undirstrika hve mikilvægt sjálfboðaliðastarfið er fyrir hreyfinguna.

Golfsambandið óskar eftir tilnefningum um sjálfboðaliða ársins 2022. Golfklúbbar eru hvattir til að senda tilnefningar á á netfangið soley@golf.is.

Skilafrestur er fimmtudagur 20. október 2022.