Sumarmótaröð GR kvenna og TA Sport Travel – þriðja umferð fór fram á mánudag

Þriðja umferð í sumarmótaröð GR kvenna og TA Sport Travel var leikin á Korpunni síðastliðinn mánudag og tóku 92 konur þátt.  Mikið af flottu skori skilaði sér inn og voru 19 konur á 36 eða fleiri punktum, vel gert!  Núna hefur allt skor verið skráð inn og má sjá stöðuna hér

Ath! Mótinu hefur ekki verið lokað svo ef það eru athugasemdir varðandi skorið megið þið hafa samband við skrifstofuna á Korpu og þau kippa því í lag.  Skorinu verður svo lokað inn seinna í dag og þá reiknast hringurinn inn í forgjafayfirlit og stigalisti uppfærist.

Bestar í þriðju umferð dag voru þær Ásta B. Haukdal Styrmisdóttir og Hafdís Hafsteinsdóttir, báðar með 43 punkta og Bryndís Ósk Jónsdóttir með 42 punkta. Til hamingju með flottan árangur stelpur.

Næsta holu voru:

  • 22 braut – Guðlaug Sig., 1,27m
  • 13 braut – Þórunn Lína Bjarnadóttir, 1,05m.

Til hamingju stelpur, þið eigið inni nándarverðlaun í haust.

Tvö skorkortaverðlaun voru dregin út þessa viku og þær sem unnu þau voru Guðrún Jónsdóttir og fær hún hring fyrir tvo á Hlíðarvöll og Sif Þórsdóttir sem fær hring fyrir tvo í Úthlíð ásamt hamborgara og gosi.  Þessi verðlaun verður hægt að nálgast í golfverslunninni upp í Grafarholti eftir daginn í dag.

Fjórða umferð í Sumarmótaröð GR kvenna verður leikin á Grafarholti næsta mánudag, 26 júní – sjáumst þá!

Kvennanefnd GR