TA Sport Travel styrkir Sumarmótaröð GR kvenna

Kvennanefnd GR skrifaði nýlega undir styrktarsamning við TA Sport Travel sem aðalstyrktaraðila Sumarmótaraðar GR kvenna árið 2023.

TA sport Travel býður upp á úrval af golfferðum og öðrum íþróttaferðum og eru stöðugt að bæta við nýjum áfangastöðum og golfvöllum, við hvetjum GR konur og aðra félagsmenn til að fylgja TA Sport Travel á Facebook og fylgast með þeim ferðum sem boðið er upp á.

Hér má finna hlekk á vefsíðu TA Sport Travel 

Verðlaun í Sumarmótaröð GR kvenna verða eftirfarandi:

  1. sæti – 100.000 kr gjafabréf upp í golfferð
  2. sæti – 70.000 kr gjafabréf upp í golfferð
  3. sæti- 50.000 kr gjafabréf upp í golfferð

Stefnt er að því að TA Sport Travel verði með kynningu á ferðum sínum á lokahófi Sumarmótaraðar í lok sumars.

Við fögnum samstarfinu við TA Sport Travel og þökkum þeim stuðninginn.
Kvennanefnd GR