The Famous Grouse Open haldið í Grafarholti laugardaginn 4. júní – skráning hafin, 20 ára aldurstakmark

The Famous Grouse Open verður haldið á Grafarholtsvelli laugardaginn 4. júní. Ræst verður út frá kl. 08:00. Leikfyrirkomulag mótsins Betri bolti, tveir leikmenn mynda lið í punktakeppni. Hámarksforgjöf er gefin 24 hjá körlum og 28 hjá konum.

Skráning er hafin og fer fram í rástímaskráningu á Golfbox – þátttökugjald er kr. 5.700 á mann, innifalið í mótsgjaldi er hamborgari og bjór ásamt glaðningi á teig.

Til að hafa þátttökurétt þurfa keppendur að hafa náð 20 ára aldri.

Leiðbeiningar um skráningu:
Skráning í mótið fer fram í rástímaskráningu í Golfbox og er eingöngu hægt að bóka tvo leikmenn (eitt lið) í hvert holl. Valinn er völlurinn „GR – The Famous Grouse Open 2022“ á dagsetningu mótsins 04.06.2022. ATH! Rástímarnir birtast á 5 mínútna fresti en þeir sem eru skráðir kl. 08:00 og 08:05 fara saman út o.s.frv. – ræst verður út á 9 mínútna fresti í mótinu. Daginn fyrir mót verður réttur rástímalisti sendur á keppendur.

 

Famous Grouse Open golfmót 2022.pdf

 

Vinningaskrá:

1.sæti

 • Glæsileg golf ferð til Vestmannaeyja fyrir tvo x2
  Innifalið: Ferð með Herjólfi til og frá Vestmannaeyjum, gisting í eina nótt á Hótel Vestmannaeyjar með morgunverði og aðgangi að heilsulindinni, ásamt tveimur golfhring hjá Golfklúbbi Vestmannaeyjar.
 • Gjafabréf í Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar x2
 • The Famouse Grouse 12 ára x2
 • Muga Reserva magnum x2

2.sæti

 • Gjafabréf fyrir tvo Reykjavík Meat x2
 • Gjafabréf – Örninn Golf x2
 • The Famous Grouse 12 ára x2
 • Muga Reserva x2

3.sæti

 • Gjafabréf – Örninn Golf x2
 • The Famous Grouse 12 ára x2
 • Muga Reserva  x2


Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir besta golf búninginn
 – Kormákur frá Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar mun sjá um að velja vinningshafann.

 • Gjafabréf fyrir tvo á Reykjavík Meat
 • The Famous Grouse 12 ára
 • Muga Reserva

Nándarverðlaun verða veitt á öllum par 3 brautum vallarins.

Vinningshafar mótsins verða birtir rafrænt eftir að móti lýkur á heimasíðu GR