The Famous Grouse Open – úrslit

The Famous Grouse Open var leikið á Grafarholtsvelli í dag, keppt var í betri bolta – punktakeppni og mættu alls 166 keppendur eða 83 lið til leiks. Menn og konur voru sælleg á vellinum í dag enda lék veðurblíða við gesti í allan dag. Liðið sem sigraði keppni dagsins með yfirburðum lauk leik á 56 punktum en næsta lið á eftir þeim skilaði inn skori á 47 punktum.

Úrslit mótsins urðu þessi:

  1. Bjarni Gunnarsson og Reynir Már Sveinsson, 56 punktar
  2. Jón Andri Óskarsson og Einar Karl Jónsson, 47 punktar
  3. Andri Snær Sævarsson og Fannar Már Jóhannsson, 46 punktar (betri á seinni 9)

Nándarverðlaun:

  • 2.braut – Páll Birkir Reynisson, 90cm
  • 6.braut – Tomas Salmon, 90cm
  • 11.braut – Rakel Þorsteinsdóttir, 1,23m
  • 17.braut – Aron Laxdal Pálmason, 99cm
  • 18.braut – Egill Árni Jóhannesson, 1,09m

Búninganefnd var á ferðinni í dag og hefur valið mennina á meðfylgjandi mynd sem vinningshafa búningaverðlauna dagsins og eru þeir vinsamlegast beðnir um að gefa sig fram við mótsstjóra í gegnum netfangið dora@grgolf.is

Önnur úrslit úr mótinu má sjá hér

Við þökkum keppendum öllum kærlega fyrir þátttökuna í dag og óskum vinningshöfum í mótinu til hamingju með sinn árangur. Hægt verður að nálgast vinninga á skrifstofu klúbbsins frá og með næsta miðvikudegi, 8. júní.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við The Famous Grouse

ATH! Vinninga er hægt að nálgast á skrifstofu klúbbsins til 30. september 2022