Golftímabilinu 2024 fer nú senn að ljúka með formlegum hætti, þó að sól og hiti hafi ekki einkennt sumarið þá hefur flesta daga viðrað ágætlega til golfiðkunar þegar á völlinn er komið og hafa vellir félagsins verið vel nýttir. Eins og venja er á þessum tíma árs þá lokar öll starfsemi í klúbbhúsum frá og með mánaðarmótum september/október.
Sunnudaginn 29. september verður síðasti opnunardagur veitingasala hjá KH Klúbbhús (Grafarholt og Korpa) og verður veitingasölu á báðum stöðum lokað eftir þann dag.
Frá og með þriðjudeginum 1. október mun svo önnur þjónusta í klúbbhúsum loka formlega fyrir veturinn.
Á meðan veður leyfir verða vellir félagsins áfram opnir félagsmönnum og hvetjum við félagsmenn til að fylgjast með í rástímabókun Golfbox ef um lokanir er að ræða en þar verða settar inn tilkynningar ef ekki er hægt að hafa velli opna.
Hægt verður að mæta á efri hæð Korpunnar í vetur til að æfa púttin og verður klúbbhús opið þó almenn þjónusta liggi niðri. Salernisaðstaða við 6. og 15. teig Korpu og við 10. teig Grafarholtsvallar verður áfram eitthvað opið og tilkynnt verður um þegar það lokar.
Æfingasvæði Bása er opið alla daga vikunnar en vetraropnun tekur við frá og með þriðjudeginum 1. október – vetraropnun má sjá hér
Skrifstofa klúbbsins er opin alla virka daga frá kl. 09-16 og geta félagsmenn alltaf haft samband við okkur þangað ef eitthvað er.
Við þökkum félagsmönnum fyrir golftímabilið sem nú er að líða og vonum að hægt verði spila velli félagsins eitthvað áfram fram á haustið.
Golfklúbbur Reykjavíkur