Í dag, 19. júní, fögnum við þeim áfanga að 20 ár eru liðin frá því að Golfæfingasvæðið Básar var tekið í notkun. Æfingasvæðið hefur tekið miklum breytingum á þeim árum sem liðin eru en markmiðið, að halda úti heilsársæfingaaðstöðu fyrir kylfinga, hefur ávallt verið haft að leiðarljósi.
Í tilefni af afmælisviku bjóðum við félagsmönnm og öðrum kylfingum 30% afslátt af boltakortum fram á laugardag og hvetjum við alla til að mæta og taka afmælissveiflu með okkur.
Þökkum fyrir okkur í 20 ár,
Stjórn GR & starfsfólk Bása