TrackMan vika í Básum

Daganna 12. til 17.júní verður sérstök TrackMan vika í Básum æfingarsvæðinu. Starfsfólk Bása munu vera til staðar og leiðbeina fólki við notkun TrackMan skjái á 1.hæð.

Skemmtileg bullseye keppni verður út alla vikuna og veitt verða verðlau fyrir 3 efstu sætin. Einnig verður 25% afsláttur af öllum boltakortum út vikuna.

Starfsfólk er til að leiðbeina á þessum tíma í vikunni:

Mánudag til fimmtudags frá kl.10 til 22

Föstudag og laugardag frá kl.10 til 21