Frestur til að segja sig úr Golfklúbbi Reykjavíkur rennur út 28. febrúar ár hvert. Úrsögn sem berst eftir 1. mars veitir ekki rétt til endurgreiðslu félagsgjalda, nema gegn framvísun læknisvottorðs.
Mikilvægt: Félagsmenn sem sjá sér ekki fært að vera í klúbbnum sumarið 2025 eru beðnir um að láta vita fyrir 28. apríl 2025. Athugð að félagsmenn sem eru með ógreidd gjöld þann 28. apríl verða teknir af skrá, og litið svo á að þeir hyggist ekki vera með áfram.
Endurgreiðsla vegna meiðsla eða veikinda eftir upphaf golftímabils:
-
Tilkynning fyrir 1. júní – 75% endurgreiðsla
-
Tilkynning fyrir 1. júlí – 50% endurgreiðsla
-
Tilkynning fyrir 15. ágúst – 25% endurgreiðsla
-
Tilkynning eftir 15. ágúst – engin endurgreiðsla
Golfklúbbur Reykjavíkur