Vetrarvinna vallarstarfsmanna í fullum gangi – undirbúningur Korpu fyrir 2025

Vetrarvinna vallarstarfsmanna er nú í fullum gangi og snýr hún að mestu leyti að því að undirbúa vellina fyrir golfsumarið 2025. Eftir miklar framkvæmdir við malbikun á Sjónum í sumar fer nú í vetur fram malbikun á Landinu og Ánni og verður þeim framkvæmdum lokið fyrir næsta sumar. Með þessum framkvæmdum verða allar gönguleiðir á vellinum malbikaðar fyrir sumarið 2025.

Samhliða malbikun er einnig unnið að frágangi við teiga, þar sem unnið er við að helluleggja og koma fyrir uppstigum. Uppbygging teiga á Korpu heldur einnig áfram og eru nýir teigar í uppbyggingu á 3. og 27. braut þessa dagana.

Á næstu vikum munum við færa félagsmönnum fréttir af frekari uppbyggingu hjá félaginu.

Kveðja,
Stjórn & starfsfólk