Customize Consent Preferences

Þessi vefur nýtir sér vafrakökur (e. web cookies) til að bæta virkni hans og hjálpa stjórnendum vefsins að greina notkun hans.

Það er stefna Golfklúbbur Reykjavíkur að nota vafrakökur með ábyrgum hætti.

Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við persónuverndarlög.... 

Always Active

Necessary cookies are required to enable the basic features of this site, such as providing secure log-in or adjusting your consent preferences. These cookies do not store any personally identifiable data.

No cookies to display.

Functional cookies help perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collecting feedback, and other third-party features.

No cookies to display.

Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics such as the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.

No cookies to display.

Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.

No cookies to display.

Advertisement cookies are used to provide visitors with customized advertisements based on the pages you visited previously and to analyze the effectiveness of the ad campaigns.

No cookies to display.

Breytingar á 3. holu Korpu – röffið og áin verða rautt vítasvæði

Kæru félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur

Eins og allir vita hefur oft myndast biðröð á teig á 3. holunni á Sjónum á Korpunni, þetta á sérstaklega við í mótum, en einnig gerist þetta mjög oft við almennan leik.

Nú höfum við gert breytingar á 3. holunni þannig að röffið og áin er orðin rautt vítasvæði, þar sem hægt verður að droppa boltanum gegn einu vítahöggi á fallreit, og spara sér þar með að slá aftur af teig, eða slá úr erfiðri stöðu í röffinu.

Eins og sjá má á myndinni verður fallreiturinn um 40-60 metra frá flötinni, og ætti því að vera þægilegt högg eftir til að bjarga einhverjum punktum.

Þegar boltinn endar í rauðu vítasvæði, er það golfregla 17 sem tekur á því:

  • Finnist boltinn í vítasvæði innan 3ja mínútna, má slá boltann þar sem hann liggur, eða fara á fallreit, alls ekki má taka víti innan vítasvæðis.
  • Ef bolti er sleginn innan vítasvæðis og boltinn endar áfram innan sama vítasvæðis, telst höggið en gegn einu vítahögg má fara á fallreitinn.
  • Ekki er nauðsynlegt að leita að bolta innan vítasvæðis, hægt er að fara beint á fallreit og slá nýjan bolta gegn einu vítahöggi.
  • Ef bolti finnst ekki í vítasvæði innan 3ja mínútna, má fara á fallreitinn, gegn einu vítahöggi.
  • Viljum við hvetja kylfinga að eyða ekki of löngum tíma að leita að boltanum, finnist boltinn ekki fljótt, merkir það oftast að hann er niðurgrafinn, og þá erfitt að slá hann og betra að fara á fallreitinn, gegn einu vítahöggi.
  • Ef fleiri en einn bolti endar í vítasvæði, má aðeins leita í 1x 3 mínútur.
  • Þegar bolti er látinn falla í fallreit, þarf hann að lenda innan fallreitsins og stöðvast innan fallreitsins.
  • Eftir að kylfingur er búinn að láta nýjan bolta falla, telst upphaflegi boltinn týndur þrátt fyrir að finnast eftir það hvort sem er innan eða utan vítasvæðisins.

Aðrar nýlegar breytingar:

  • Á 23. og 24. holunum á Landinu á Korpunni, hefur hvítu svæði hægra megin við brautirnar verið breytt í rauð/hvítt.
  • Það merkir að nú má láta bolta falla gegn einu vítishöggi, þar sem boltinn fer inní rauð/hvíta svæðið, í staðin fyrir að kylfingar þurfi að endurtaka síðasta högg.
  • Ef það er ekki vitað nákvæmlega hvar boltinn fer inní rauð/hvíta svæðið þarf að áætla það.