Customize Consent Preferences

Þessi vefur nýtir sér vafrakökur (e. web cookies) til að bæta virkni hans og hjálpa stjórnendum vefsins að greina notkun hans.

Það er stefna Golfklúbbur Reykjavíkur að nota vafrakökur með ábyrgum hætti.

Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við persónuverndarlög.... 

Always Active

Necessary cookies are required to enable the basic features of this site, such as providing secure log-in or adjusting your consent preferences. These cookies do not store any personally identifiable data.

No cookies to display.

Functional cookies help perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collecting feedback, and other third-party features.

No cookies to display.

Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics such as the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.

No cookies to display.

Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.

No cookies to display.

Advertisement cookies are used to provide visitors with customized advertisements based on the pages you visited previously and to analyze the effectiveness of the ad campaigns.

No cookies to display.

Bændaglíma GR 2023: Barbie & Ken – skráning hefst kl. 13:00 á miðvikudag

Bændaglíma GR 2023 verður leikin laugardaginn 23. september á Grafarholtsvelli. Ræst verður út af öllum teigum kl. 12:00 og verður þema dagsins Barbie & Ken.

Tekið verður á móti þátttakendum með léttum veitingum. Keppendur lenda í pyluspartýi út á velli og munu vallarstarfsmenn sjá um að keyra veigar í fljótandi og föstu formi um völlinn og halda stemmningunni gangandi á meðan liðin kljást við þær þrautir sem lagðar verða fyrir.

Bændur að þessu sinni verða hjónin Þórunn Einarsdóttir og Hjörtur Ingþórsson og munu keppendur skiptast í lið þeirra Barbie & Ken – Þórunn ætlar að leiða hópinn „Barbie“ og Hjörtur mun leiða „Ken“.

Mótsgjald er kr. 7.900 á mann og greiðist hjá veitingasala þegar mætt er til leiks. Mæting í klúbbhús kl. 11:00 og ræst út af öllum teigum samtímis kl. 12:00.

Skráning í Bændaglímu hefst miðvikudaginn 13. september kl. 13:00 og fer fram í mótaskrá á Golfbox: athugið að lið geta valið teig og skráð sig saman, einstaklingar sem skrá sig til leiks verður raðað saman í lið og á teiga.

Að leik loknum verður blásið til borðhalds þar sem liðin bera saman bækur sínar í Grafarholtsskála og verðlaunaafhending fer fram.

Matseðill kvöldsins hjá Mjöll og Gumma verður þessi:

  • Heilsteiktar nautalundir með koníakspiparsósu
  • Kaffi og úrval af sætum bitum í eftirrétt

Leikfyrirkomulag mótsins er Texas scramble höggleikur með forgjöf, fjórir leikmenn saman í liði. Forgjöf liðs er samanlögð vallarforgjöf leikmanna deilt með 10. Hámarksforgjöf sem gefin er til hvers leikmanns er 36. Til að gera leikinn ennþá skemmtilegri verður eftirfarandi regla í gildi: Skylt verður að velja að minnsta kosti tvö teighögg frá hverjum liðsmanni.  Annað hinna völdu teighögga verður að vera á par 3 holu.

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í liðakeppni og nándarverðlaun þeim leikmanni sem næstur er holu eftir upphafshögg á öllum par 3 holum vallarins.

Félagsmenn mega eiga von á skemmtilegu kvöldi í góðum félagsskap á þessu lokakvöldi tímabilsins.

Við minnum á að aldurstakmark til þátttöku í Bændaglímu er 20 ár.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Golfklúbbur Reykjavíkur