ECCO-púttmótaröðin 2023 – Staðan eftir 4. umferð

Börkur Skúlason og Rúnar Guðmundsson léku best allra í 4. umferð á 56 púttum og varð umsjónarmaður að draga hvor þeirra fengi verðlaunin Besti Púttarinn. Upp kom nafn Rúnars og fær hann því verðlaun fjórðu umferðar sem er tími í hermi hjá Viggó, þ.e.a.s. Golfklúbbnum Fossaleyni 6.

Gummi í Flotun heldur enn í fyrsta sætið í einstaklingskeppni og hið gamalkunna lið nr. 5 er komið í forystu í liðakeppninni með Ragnar Ólafsson í fararbroddi. Lið nr. 26, hið svokallaða A-lið sýndi mátt sinn og megin og kom inná 112 púttum og var það besta skor liða fjórðu umferðar.

En eins og flestir vita byrjar ballið ekki fyrr en menn fara að henda út slæmu hringjunum eftir sjöttu umferð og eins og reynslan hefur sýnt þá færist heldur betur fjör í leikinn.

Bjórinn
Ég vil vinsamlega minna menn að borga 500 kall fyrir bjórinn svo ég lendi ekki í þeirri stöðu eins og margir fíklarnir að eiga ekki fyrir næsta skammti. Þar sem álagningin er ekki mikil þoli ég ekki mikla rýrnun. Bara svo það sé sagt.

Stefnan er sú að úrslit eftir hverja umferð birtist á grgolf.is daginn eftir hverja umferð.

Annars bara kátur!

Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 4. umferð – 04. umferð_2023.xlsx 

Bestu kveðjur,

Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is