Vormót GR kvenna og Taramar Borgarnesi 24. maí – skráning hefst í dag!
Það er farið að styttast í vormót GR kvenna og Taramar. Skráning hefst á morgun 14. maí kl. 12:00 í Golfbox. Í Golfbox er mótið undir opin mót – Golfklúbbur Borgarnes.
Mótsgjald er 11.500 kr og greiðist inná 0370-22-045208 kt. 230781-3899. Mótsgjald verður að greiðast samhliða skráningu í mótið. Skráning telst ekki gild sem ekki greidd. Sé verið að greiða fyrir fleiri en eina konu þá skal senda kvittun með skýringu á grkvennanefnd@gmail.com
Eftir hring verður verðlaunaafhending og matur sem innifalinn er í mótsgjaldinu.
Taramar gefur öllum þátttakendum teiggjöf og veitir verðlaun.
- sæti í punktakeppni og höggleik – Treasure Chest II askja sem inniheldur 4 vörur í fullri stærð (Dagkrem, Næturkrem, augnkrem og Serum) að verðmæti 58.600
- sæti í punktakeppni – Gjafapoki sem inniheldur næturkrem, dagkrem og 5ml augnkrem að verðmæti 31.000
- sæti punktakeppni– Serum og healing treatment að verðmæti 21.800
Nándarverðlaun verða veitt á tveim holtum og verðlaun fyrir lengsta drive. Verðlaun fyrir það er Healing treatment að verðmæti 8.900 hver.
Dregið verður úr skorkortum
Hvetjum ykkur til að lesa mótslýsinguna vel sem er í Golfbox. Um er að ræða kvennamót meðlima Golfklúbbs Reykjavíkur og aldurstakmark í mótið er 20 ára.