ECCO-púttmótaröðin 2023 – Staðan eftir 5. umferð

Þrír spiluðu best í 5. umferð – Sigurjón Árni Ólafsson, Páll Birkir Reynisson og Guðmundur Hannesson allir á 55 púttum. Páll Birkir hreppti hnossið og fær hann því verðlaun fimmtu umferðar, eina klukkustund í golfhermi hjá Viggó.

Nú er Sæmundur Pálsson kominn einn í fyrsta sætið og lið nr. 1 hefur tekið forystuna í liðakeppninni.

En eins og flestir vita byrjar ballið ekki fyrr en menn fara að henda út slæmu hringjunum eftir sjöttu umferð og eins og reynslan hefur sýnt þá færist heldur betur fjör í leikinn.

Stefnan er sú að úrslit eftir hverja umferð birtist á grgolf.is daginn eftir hverja umferð.

Annars bara kátur.

Meðfylgjandi er staða liða og einstaklinga eftir 5. umferð – 

Bestu kveðjur,
Halldór B. Kristjánsson
898 3795
leturval@litrof.is