
Formleg opnun vallar
Kæru félagar, Við ráðgerum formlega opnun Korpúlfsstaðavallar með hefðbundnu opnunarmóti laugardaginn 10. maí nk. og Grafarholtsvallar viku síðar. Tíðarfar undanfarið hefur verið gott og við höfum væntingar til þess að vellirnir verði í góðu ástandi miðað við árstíma. Framundan er mjög spennandi golfsumar. Eins og þið þekkið er það þannig á völlunum okkar að færri […]

Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði Landsmótið í Golfermum
Ragnhildur „okkar“ Kristinsdóttir sigraði Landsmótið í Golfhermum. Úrslitakeppni Landsmótsins í golfhermum fór fram föstudaginn 25. apríl í Íþróttamiðstöð GKG. Eftir tvær undankeppnir og harða baráttu höfðu 268 keppendur verið skornir niður í sextán, átta karla og átta konur. Leikinn var 36 holu höggleikur á Le Golf National vellinum í París, sem reynir á allar hliðar […]

GR-dagurinn – opið hús – Sumardaginn fyrsta 24. apríl
Sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl ætlar Golfklúbbur Reykjavíkur að halda opið hús á Korpu og koma okkur í gírinn fyrir komandi golfsumar – opið verður frá kl. 11:00 – 15:00. Félagsmenn er hvattir til að kom sýna sig og sjá aðra, kynna sér starfsemi klúbbsins og sækja pokamerkin sín fyrir sumarið. Meðal þess sem verður […]

Rástímaskráning hefst á Thorsvelli gegnum GolfBox
Rástímaskráning hefst á Thorsvöll frá og með 24. apríl! Golfklúbbur Reykjavíkur tilkynnir að rástímaskráning fyrir Thorsvöll í gegnum Golfbox hefst á Sumardaginn fyrsta eða fimmtudaginn 24. apríl. Völlurinn verður þar af leiðandi eingöngu opinn félagsmönnum GR, sem og þeim kylfingum sem hafa sérstaka Thorsvallaraðild – þeir sem vilja kynna sér hvað felst í Thorsvallaraðild geta […]

Golfsumarið í vændum – opnun valla nálgast
Kæru félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur Nú fer sól hækkandi á lofti og við horfum björtum augum fram á golfsumarið. Undirbúningur fyrir opnun valla félagsins er í fullum gangi, en í nógu hefur verið að snúast hjá vallarstarfsmönnum okkar. Veðrið hefur verið hagstætt og vellirnir tóku lit fyrr en venjulega. Síðustu daga hafa hitatölur heldur lækkað sem […]

Páskaopnun GR
Fyrir þá kylfinga sem ætla að nota páskana til að skerpa á sveiflunni fyrir komandi golfsumar, er gott að hafa á hreinu opnunartímana okkar yfir páskana en þeir eru sem hér segir: Inniæfingaaðstaða á Korpu: Opið alla páskana frá kl. 8:00-22:00. Þar er tilvalið að æfa stutta spilið, vippa og pútta. Thorsvöllur: Thorsvöllurinn okkar er […]

Úrsagnarfrestur og endurgreiðsla félagsgjalda
Frestur til að segja sig úr Golfklúbbi Reykjavíkur rennur út 28. febrúar ár hvert. Úrsögn sem berst eftir 1. mars veitir ekki rétt til endurgreiðslu félagsgjalda, nema gegn framvísun læknisvottorðs. Mikilvægt: Félagsmenn sem sjá sér ekki fært að vera í klúbbnum sumarið 2025 eru beðnir um að láta vita fyrir 28. apríl 2025. Athugð að félagsmenn […]

Framkvæmdir í Básum – Breyttur opnunartími
Kæru félagsmenn, Miðvikudaginn 9. apríl hefjast umfangsmiklar framkvæmdir í Básum. Framkvæmdirnar fela í sér jarðvegsskipt um 8.000 fermetra svæði og lagningu nýs gervigrass. Við áætlum að verkið taki 2–3 vikur. Á meðan á framkvæmdum stendur verður opnunartími Bása breyttur á virkum dögum – opið verður frá kl. 15:00. Við munum birta daglegar uppfærslur um opnunartíma […]

ECCO- púttmótaröðin 2025 – Lokastaðan
Keppni er lokið á Ecco púttmótaröðinni, sem er púttmótaröð karla hjá Golfkúbbi Reykjavíkur. Jónas Gunnarsson er besti púttari Golfklúbbs Reykjavíkur 2025, sigraði nokkuð örugglega ungu drengina úr liði 1 sem skipuðu annað og þriðja sætið. Eftir umspil við lið 4, eins og í fyrra, varð lið nr. 1 nr. 1. Þessi tvö lið höfðu nokkra […]

Forskot afrekssjóður úthlutar styrkjum til sex kylfinga – þrír frá Golfklúbbi Reykjavíkur
Forskot, afrekssjóður, mun styðja við bakið á alls sex kylfingum á árinu 2025. Forskot hefur frá árinu 2012 úthlutað styrkjum til afrekskylfinga og er úthlutunin í ár sú 14. í röðinni. Að sjóðnum standa: Íslandsbanki, Icelandair, Vörður tryggingar, Bláa Lónið og Golfsamband Íslands. Frá stofnun sjóðsins hefur markmiðið verið að gera styrkþegum auðveldara fyrir að […]